

Á þessari upplýsingasíðu finnur þú ýtarlegar upplýsingar um allar helstu lýtaaðgerðirnar sem Ágúst sérhæfir sig í. Einnig fyrir og eftir myndir af aðgerðum, verðskrá, upplýsingar um undirbúning fyrir aðgerð, hvers má vænta og margt fleira.
Algengar aðgerðir
Undirhaka
Í sumum tilfellum er fitan mjög staðbundin undir hökunni og ef ekki er of mikill teygjanleiki
Fyllingarefni
Eitt algengasta efnið sem notað er við einfaldar fegrunaraðgerðir er fyllingarefnið hyaluronsýra.
Skapabarmar
Ytri og innri skapabarmar geta verið mjög mismunandi í stærð, formi og lögun.
Fitusog
Minniháttar fitusog er hægt að gera með staðdeyfingu, annars er þessi aðgerð gerð
Ágúst fæddist á Akureyri þann 30. apríl 1965. Hann útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1993, stundaði svo grunnnám í almennum skurðlækningum við Dartmouth Hitchcock Medical Center í Bandaríkjunum og lauk jafnframt meistaraprófi í heilsuvísindum úr sama skóla.
Ágúst hélt svo í sérfræðinám til Noregs þar sem hann sérhæfði sig bæði í bæklunarskurðlækningum og lýtalækningum hjá Haukeland University Hospital.
Í kjölfarið starfaði hann við KirurgCentrum, einkarekna lýtalækningastofu í Stokkhólmi, og hlaut mikla reynslu í fegrunaraðgerðum þar.
Ágúst hefur yfirgripsmikla þekkingu á fegrunar- og lýtaaðgerðum og hefur hlotið mikið lof frá þeim sem til hans hafa leitað.