HVERS VEGNA FYLLINGAREFNI?

Eitt algengasta efnið sem notað er við einfaldar fegrunaraðgerðir er fyllingarefnið hyaluronsýra.

Hyaluronsýra er náttúrulegt efni sem finnst í líkamanum en það hefur lengi verið notað til að fylla upp í hrukkur og breyta formi varanna.

HVAR ER HÆGT AÐ NOTAST VIÐ FYLLINGAREFNI?

Fyllingaefni er hægt að nota næstum hvar sem er í andlitinu. Til dæmis undir hrukkur til að slétta úr þeim, í varir til að ýkja þær aðeins, í péturspor undir höku og í kring um munnvik.

HVERNIG FER AÐGERÐIN FRAM? 

Fyllingarefninu er sprautað inn í húðina, misdjúpt eftir því hvort slétta á úr hrukkum eða breyta öðru við útlitið.

Til dæmis er efninu sprautað dýpra í húðina ef það á að nota það til að stækka ásýnd vara. Aðgerðin er mjög auðveld og fljótleg. Tekur innan við klukkustund.

Það er mjög misjafnt hvort fólk þarf deyfingu eða ekki. Oft er þó notað deyfigel á varirnar þegar um er að ræða varastækkun.

VIÐ HVERJU MÁ BÚAST EFTIR AÐGERÐ?

Það er mjög mikilvægt að gera sér ekki upp óraunhæfar væntingar þegar kemur að fyllingarefnum eða öðru sem tengist breytingum á útlitinu.

Grunnar hrukkur geta horfið alveg eftir notkun á fyllingarefnum en dýpri hrukkur grynnka og verða síður sýnilegar.

Þegar efninu er bætt í varir ætti árangurinn að vera í samræmi við væntingar þínar þar sem þú ert vakandi á meðan á aðgerðinni stendur og tekur þátt í að móta útlitið.

Ending efnisins er meiri undir hrukkum en í vörum en þú mátt búast við því að áhrifin fari að dvína örlítið eftir um það bil hálft ár.

BATAFERLIÐ

Dálítill roði og þroti á meðhöndluðu svæðum er eðlilegur en ætti að vera horfinn á örfáum dögum. Bólgan eftir meðhöndlun á vörum er mest eftir 1-3 daga en fer svo að hjaðna. Það geta verið verkir í þessu eftir á, þá ættu væg verkjalyf t.d. paracetamol að taka þá.

Ef deyfing hefur verið notuð fjarar hún út á tveim til fimm klukkustundum.

Mar getur komið þar sem efninu hefur verið sprautað inn, sem í flestum tilvikum hverfur á innan við viku.