Algengar spurningar

Almennt

Tryggingastofnun og greiðslur

Undirbúningur

Lyf
Reykingar
Hreinlæti

Ef aðgerðin er gerð í svæfingu eða slævingu áttu að koma fastandi sem þýðir að þú mátt ekki borða mat eða drekka í 6 klukkustundir fyrir aðgerð. Þó er leyfilegt að drekka vatn þar til fjóra tíma fyrir aðgerð.

Í svæfingu og slævingu eru þér gefin lyf sem hafa mjög sljóvgandi áhrif á taugakerfið (jafnvel þó þú takir ekki alveg eftir því).

Af þessum orsökum getur verið mjög varasamt að aka bíl í sólarhring eftir aðgerð og því leggjum við mikla áherslu á að þú látir einhvern sækja þig til okkar – og setjist ekkert undir stýri næsta sólarhringinn.

Eftir aðgerð

Heimferð
Þegar heim er komið
Bólgur
Mar og marblettir
Bað og sturta
Vandamál

Vikurnar framundan

Örin er rauð og hörð til að byrja með. Þau verða ljósari og mýkri með tímanum og oftast eru þau orðin alveg ljós og mjúk að hálfu til einu ári liðnu. Árangur aðgerðar er því ekki hægt að meta fyrr en að þeim tíma loknum.

Forðast ber að láta sól skína á örið fyrstu sex mánuðina eftir aðgerð og notaðu alltaf góða og sterka sólarvörn.

Örið verður fínna ef þú hlífir því með plásturslímbandi í 3-6 mánuði eftir aðgerð. Plásturslímbandið er brúnt, framleitt af 3M og fæst í flestum apótekum.

Gott er að bera E-vítmínolíu á ör eða annað sem virkar græðandi á sár.

Það fer allt eftir umfangi aðgerðar hversu langur tími þarf að líða þar til þú getur aftur farið að stunda líkamsrækt en almennt er miðað við 5-6 vikur í hvíld þar til þú getur farið að æfa að því marki að þú svitnir við æfingarnar.

Hvíld er lykilatriði þegar kemur að því að jafna sig eftir aðgerð en jafnframt þarftu að hreyfa þig nægilega mikið til að blóðflæði sé gott í líkamanum. Þetta er mjög mikilvægt til að þú jafnir þig hratt og örugglega.

Smátt og smátt getur þú svo byrjað aftur í líkamsrækt og stundað þá hreyfingu sem þú ert vön/vanur.

Það er mjög mismunandi hversu langur tími líður þar til þú getur snúið aftur til vinnu. Þetta fer allt eftir umfangi aðgerðar og heilsunni þinni.

Eftir brjóstastækkun er algengt að konur geti farið aftur í vinnu eftir 4 til 7 daga, svo lengi sem um skrifstofustörf eða önnur störf sem reyna ekki mikið á líkamann.

Eftir svuntuaðgerð þarf að lágmarki að bíða í 10 daga, augnlokaaðgerðir 3 til 4 dagar og eftir fitusog er hægt að fara aftur í vinnu eftir um tvo daga.

Að þessu sögðu viljum við þó taka fram að þetta er nokkuð einstaklingsbundið og verður metið út frá hverjum og einum í endurkomutíma.