„Er ekki með klámmyndapíku„

„Er ekki með klámmyndapíku„

Mbl.is ræddi við rúm­lega fer­tuga konu sem lét minnka skapa­barma sína fyr­ir nokkr­um árum. Hún seg­ir þá hafa valdið sér óþæg­ind­um, bæði and­leg­um og lík­am­leg­um, en seg­ist ekki hafa sagt sín­um nán­ustu frá aðgerðinni vegna for­dóma og rang­hug­mynda um aðgerðir af þessu tagi.

Lýta­lækn­ir, sem hef­ur fram­kvæmt all­nokkr­ar aðgerðir af þessu tagi seg­ir fáar kvenn­anna vera til­tölu­lega ung­ar og í lang­flest­um til­vik­um taki þær þessa ákvörðun að vel at­huguðu máli og vegna þess að þær hafi orðið fyr­ir óþæg­ind­um vegna stórra skapa­barma. Hann seg­ir aðgerðina ekki ósvipaða því þegar karl­ar láti minnka for­húð sína, en það sé aft­ur á móti ekk­ert feimn­is­mál.

Eins og aðrir lík­ams­part­ar fólks eru ytri og innri skapa­barm­ar kvenna mjög mis­mun­andi, bæði hvað varðar hvað form og stærð. Sum­um kon­um finnst skapa­barm­ar þeirra vera stór­ir og stund­um hefta þeir þær við íþróttaiðkun, hjól­reiðar eða við kyn­mök.

Í aðgerðinni eru skap­barm­arn­ir minnkaðir. Það er yf­ir­leitt gert í staðdeyf­ingu og tek­ur um eina klukku­stund. Kon­urn­ar fara heim til sín stuttu eft­ir aðgerðina, saum­arn­ir eyðast sjálf­ir og þarf því ekki að fjar­lægja þá. Aðgerðirn­ar eru bæði fram­kvæmd­ar af lýta­lækn­um og kven­sjúk­dóma­lækn­um og feng­ust ekki upp­lýs­ing­ar um hversu marg­ar aðgerðir af þessu tagi hafa verið gerðar hér und­an­far­in ár.

Ekki hægt að tala um tísku­fyr­ir­brigði

Einn þeirra lýta­lækna sem hafa gert aðgerðir á skapa­börm­um kvenna er Ágúst Birg­is­son. „Það er varla hægt að segja að það sé mikið gert af þess­um aðgerðum. Þeim fer fjölg­andi en það er alls ekki hægt að tala um tísku­fyr­ir­brigði í þessu sam­bandi,“ seg­ir Ágúst. „Þær eru al­geng­ari í ná­granna­lönd­un­um, til dæm­is í Svíþjóð.“

Hann seg­ir aðalástæðu þess að kon­ur fari í aðgerðir sem þessa vera þau óþæg­indi sem stór­ir skapa­barm­ar valdi. „Með því að minnka skapa­barm­ana náum við mjög góðum ár­angri og yf­ir­leitt eru kon­ur mjög ánægðar eft­ir þess­ar aðgerðir.“

Ágúst seg­ir aðgerðirn­ar yf­ir­leitt ganga vel fyr­ir sig. „Þetta er til­tölu­lega lít­il aðgerð. En það er eins með þetta eins og all­ar aðrar skurðaðgerðir. Þær geta valdið auka­verk­un­um; sýk­ing­um eða blæðing­um. Ef farið er of ná­lægt viðkvæm­um svæðum í aðgerðinni, þá get­ur það valdið vanda­máli í kyn­lífi. En þegar þetta er gert var­færn­is­lega, þá eru þessi vanda­mál miklu sjald­gæfari. Þannig að það er hægt að fram­kvæma þessa aðgerð á mis­mun­andi vegu.“

For­dóm­ar gagn­vart þess­um aðgerðum

Hann seg­ist  greini­lega hafa orðið var for­dóma gagn­vart kon­um sem fari í aðgerðir á skapa­börm­um og hef­ur borið sam­an þess­ar aðgerðir og aðgerðir á for­húð karla. „Það þykir eng­um til­töku­mál ef karl­maður fer í minnk­un á for­húð. En svo þykir það stór­mál þegar kon­ur fara í skapa­barmaaðgerðir, sem er reynd­ar nokkuð minni aðgerð. Al­menn­ing­ur lít­ur mis­mun­andi á þess­ar tvær aðgerðir, það er gríðarleg vanþekk­ing á þess­ari aðgerð úti í sam­fé­lag­inu og marg­ir vita ekk­ert um í hverju hún er fólg­in. Sum­ir halda líka að verið sé að gera aðgerð á innri kyn­fær­um. En kon­urn­ar sjálf­ar eru líka feimn­ar við að láta það frétt­ast að þær hafi farið í slíka aðgerð.“

Hef­ur ekk­ert með klám að gera

Sum­ir tala um að skapa­barmaaðgerðir séu af­sprengi klám­væðing­ar­inn­ar og að þeir sem fari í slík­ar aðgerðir séu ung­ar stúlk­ur, sem eigi eft­ir að taka út and­leg­an og lík­am­leg­an þroska.

„Ég á erfitt með að tjá mig um ná­kvæm­lega hvers vegna ein­stak­ar kon­ur velja að fara í svona aðgerð,“ seg­ir Ágúst. „En ég held að ég geti full­yrt að það hafi ekk­ert með klám að gera. Kon­ur láta minnka skapa­barm­ana ein­fald­lega vegna þess að þeir valda þeim óþæg­ind­um, til dæm­is nudd­ast þeir við bux­ur á reiðhjóli eða á hest­baki. Vissu­lega er þetta á gráu svæði; hvað er út­lit og hvað er óþæg­indi? Við erum að tala um kon­ur á öll­um aldri, en fáar þeirra eru mjög ung­ar. Það sem flest­ar þeirra segja eft­ir aðgerðina er að þær vildu óska þess að hafa látið gera hana miklu fyrr.“

Var strítt á út­liti kyn­fær­anna

Rúm­lega fer­tug kona, sem fór  í aðgerð á skapa­börm­um fyr­ir nokkr­um árum, seg­ist ekki vilja segja vin­um og vanda­mönn­um frá því vegna þess að svo oft sé rætt um slík­ar aðgerðir sem af­sprengi klám­mynda og út­lits­dýrk­un­ar. Hún ákvað að fara í aðgerðina vegna þess að henni var strítt á út­liti kyn­fær­anna þegar hún var barn og vegna þess að stór­ir skapa­barm­ar ollu henni óþæg­ind­um. Hún seg­ir mbl.is sögu sína.

„Upp­hafið var þegar ég var 11 eða 12 ára og var í sturtu eft­ir leik­fimi. Ein af stelp­un­um fór að gera grín að kyn­fær­un­um á mér fyr­ir fram­an all­an hóp­inn,“ seg­ir kon­an. „Fram að þessu hafði ég ekki hug­mynd um að það væri eitt­hvað at­huga­vert við kyn­fær­in á mér, ég hafði aldrei skoðað þetta svæði lík­am­ans og vissi ekki að ég væri öðru­vísi en aðrir á nokk­urn hátt. Ég hafði verið afar sátt við mig og minn lík­ama. En þenn­an dag var mér sagt hvað væri að mér.

Reyndi að kom­ast hjá því að fara í al­menn­ings­st­urtu

Eft­ir þetta var ég að drep­ast úr minni­mátt­ar­kennd vegna þessa. Ég varð ofsa­lega feim­in þegar ég átti að fara í al­menn­ings­st­urt­ur og reyndi að kom­ast hjá því eins og ég gat. Ef það var ekki hægt, þá reyndi ég stilla mér þannig upp að kyn­fær­in á mér sæj­ust ekki, ég setti annað lærið fram­fyr­ir hitt eða sneri baki í alla hina. Ég var svo meðvituð um þetta og jafnaði mig aldrei á þessu. Þegar ég skoðaði síðan á mér kyn­fær­in, þá sá ég að þau litu öðru­vísi út en á öðrum. Innri skapa­barm­arn­ir voru óvenju­lega síðir og þeir ytri mjög litl­ir.“

Lækn­ir­inn lét eins og þetta skipti engu máli

Kon­an seg­ir að mörg­um árum síðar, er hún fór að stunda kyn­líf, hafi þetta setið mjög í henni. „Ef fólk hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af lík­ama sín­um, þá slak­ar það ekki á og nýt­ur þess ekki. Ég var viss um að ég væri allt öðru­vísi en aðrar kon­ur. Eng­inn af kær­ust­um mín­um gerði nein­ar at­huga­semd­ir. En aft­ur á móti fann ég hjá ung­um stúlk­um í al­menn­ings­st­urt­um að þeim þótti eitt­hvað at­huga­vert við mig. Ég lenti til dæm­is oft­ar en einu sinni í því í sundi að ung­lings­stúlk­ur störðu á kyn­fær­in á mér og pískruðust á.“

Fljót­lega eft­ir tví­tugt ákvað kon­an að taka af skarið og ræða þetta við kven­sjúk­dóma­lækni sinn, en þá voru skapa­barm­arn­ir farn­ir að valda henni marg­vís­leg­um óþæg­ind­um. „Það var rosa­lega erfitt að vekja máls á þessu. Þess vegna var það áfall þegar lækn­ir­inn  lét eins og þetta skipti engu máli. Nokkr­um árum síðar ákvað ég að ræða þetta við ann­an lækni sem sýndi þessu skiln­ing. Hún sagði að ég væri vissu­lega með síða skapa­barma, en sagðist hafa séð verri til­vik og vildi ekki  gera aðgerð á mér til að minnka þá.

Af hverju fór ég ekki fyrr í aðgerðina?

Síðan liðu nokk­ur ár. Þá rakst ég á viðtal í blaði við lýta­lækni sem gerði svona aðgerðir. Þá hugsaði ég með mér: Þetta hef­ur angrað mig í 30 ár. Af hverju geri ég ekki eitt­hvað í mál­inu? Ég fór til lækn­is­ins, sem samþykkti strax að gera aðgerðina. Hún gekk vel, ég náði mér fljótt og núna er ég miklu sátt­ari við mig en ég var. Ég hugsa oft: Af hverju fór ég ekki fyrr í aðgerðina? Seinna fór ég til kven­sjúk­dóma­lækn­is­ins míns, þeirr­ar sem neitaði mér um aðgerðina á sín­um tíma, og sagði henni að ég hefði farið í skapa­barmaaðgerð. Hún sagði að ef hún hefði vitað hvað þetta væri mikið mál fyr­ir mig, þá hefði hún gert þessa aðgerð á mér.

Það er talað um svona aðgerðir á lít­ilsvirðandi hátt

Ég hef ekki sagt vin­um mín­um eða ætt­ingj­um frá því að ég hafi farið í svona aðgerð og ætla ekki að gera það. Það er aðallega út af því að marg­ir tengja aðgerðir á skapa­börm­um við klám­mynda­væðingu. Það er talað um svona aðgerðir á lít­ilsvirðandi hátt og spurt hvað sé eig­in­lega að kon­um sem fari í aðgerðir sem þess­ar. Ég hafði ekki séð klám­mynd þegar ég var 11 ára og upp­götvaði að kyn­fær­in á mér voru öðru­vísi en á flest­um öðrum. Reynd­ar hef ég ekki séð marg­ar klám­mynd­ir um æv­ina, en það kem­ur mál­inu bara ekk­ert við. Þetta var ein­fald­lega eitt­hvað sem olli mér van­líðan bæði á lík­ama og sál. Aðgerðin tókst vissu­lega vel, en ég er ekki með neina klám­myndapíku, eins og sum­ir vilja kalla það.“

Þessi grein birtist fyrst á mbl.is árið 2012