Fanný missti 100 kíló

Fanný missti 100 kíló

Fanný Mjöll Pétursdóttir léttist um 75 kíló fyrir átta árum. Eftir meðgöngu bæti hún svo aftur á sig 20 kílóum og ákvað í kjölfarið að fara í hjáveituaðgerð.

Þegar fólk tapar jafn mikilli þyngd og Fanný gerði er óhjákvæmilegt að það teygist á húðinni en við því eru lausnir.

Fanný leitaði til Ágústs sem byrjaði á því að gera hringsvuntuaðgerð þar sem tekin voru 8 kíló af aukahúð og restin af þessum 13 kílóum voru tekin af lærum og höndum.

„Það síðasta sem ég þurfti svo að gera var að fara í brjóstalyftingu með fyllingu,“ segir hún í viðtali á vefsíðunni Manngildi.is

„Ég er óhræddari í dag að láta sjá mig  og þori loksins að fara í sund eftir þessar aðgerðir hjá Ágústi, en ég hafði ekki farið í sund frá því að ég var lítil stelpa. Ég lét mig svo hafa það um daginn að prófa að fara með dóttur minni og það var bara ótrúlega gaman. Ég er samt mjög meðvituð um líkama minn enda er ennþá smá aukahúð á mér sem enginn sér líklega nema ég, en það truflar mig engu að síður. Stóri draumurinn minn var að losna við þessa aukahúð sem var eftir þegar kílóin höfðu fokið og ég fór að leita á netinu að því hver væri bestur í faginu. Það var mikið og vel talað um Ágúst á þeim síðum sem ég skoðaði og svo var lögfræðingur sem ég þekki sem var mikið að vinna að málum tengdum lýtalækningum sem sagði mér að hann væri toppmaður í faginu,“ segir hún.

„Ég var alveg rosalega ánægð með allt í kringum aðgerðirnar, virkilega ánægð. Þær gengu allar mjög vel og ekkert sem kom uppá eftir þær. Þjónustan öll til fyrirmyndar og ég mæli hiklaust með Ágústi þar sem mér finnst hann mjög vandvirkur, fagmannlegur og gerir allt til að manni líði  sem best í þessu ferli.“

Fanney segir að stundum sé mikil dómharka varðandi lýtalækningar og að sama fólk geti verið duglegt að segja þér að vera ekkert að pæla í þessu, að þú þurfir ekkert að vera að standa í þessu.

„Það fólk sá samt ekki hvernig ég  leit út undir fötunum sem ég klæddist. Ég gekk í brjóstahaldara með púðum vegna þess að brjóstastæðið var komið svo neðarlega eftir þyngdartapið að Ágúst þurfti að setja púða ofan á til að reyna að hækka það. Og ég var svo dugleg að fela það sem mér fannst ekki fallegt þannig að þeir sem voru í kringum mig höfðu kannski ekki hugmynd um það hvernig mér leið með mig eða hvernig ég yfir höfuð leit út undir fötunum. Ég fór td aldrei í hlýrabol eða bikini en það geri ég í dag. Þannig að ég hvet alla til að hlusta á sína eigin líðan og gera bara það sem þeir vilja gera sjálfir, og hvet þá til að lifa sínu eigin lífi en ekki annarra. Láta þessa eilífu skömm einnig fjúka  og svo er spurning hvort að við séum kannski sjálf okkar verstu dómarar og ættum bara að láta þá dómhörku frá okkur  þó að það sé hægara sagt en gert.“

Allt viðtalið við Fanný má lesa hér á heimasíðu Manngildis.