Ágúst Birgisson útskrifaðist úr læknadeild H.Í. 1993. Grunnnám í almennum skurðlækningum í USA og tók þar meistaranám í heilsuvísindum.
Hann fór í sérfræðinám til Noregs í bæklunarskurðlækningum og lýtalækningum. Á árunum 2007-2008 vann Ágúst við KirugCentrum, einkarekna lýtalækningastofu í Stokkhólmi, og hlaut mikla reynslu í fegrunaraðgerðum þar.
Ágúst hefur öðlast mikla reynslu við: lýtaaðgerðir, meðferð við brunasárum, aðgerðir á höndum og fegrunaraðgerðir.
Ágúst vinnur í Læknahúsinu Domus Medica, einnig starfar hann á Læknastofum Akureyrar og FSA.