„Þetta er umfangsmesta svuntuaðgerð sem hefur verið gerð í Domus enda var ég með risastórt kviðslit líka,” segir Sólveig. „Það var Ágúst Birgisson lýtalæknir sem gerði aðgerðina en stundum þegar ég hugsa til þessa manns sé ég fyrir mér engil. Hann er þvílíkur fagmaður og kærleiksríkur í garð sjúklinga,” segir Sólveig glöð og bætir við að hann hafi jafnvelg bjargað sálartetrinu hennar í leiðinni.
„Stundum tel ég hann hafa bjargað sálartetrinu mínu líka… ekki bara mallakútnum. En var þetta bara pís of keik? NEIBB. En þess virði? JÁ! Og færi aftur á morgun í þessa aðgerð ef ég þyrfti þess!”